Heiða Ólafs með raddþjálfun fyrir söngkeppni

Hamingjudagarnir á Hólmavík eru undirbúnir af fullum krafti þessa dagana og Kassabílasmiðja Hafþórs hefur tekið til starfa og verður í fullum gangi fram á föstudag. Kassabílarallý fer svo fram á laugardeginum að venju. Eitt atriðið á Hamingjudögum verður söngkeppni barna 9-12 ára og mun Heiða Ólafsdóttir, hin hólmvíska söngmær og dagskrárgerðakona, sjá um sviðsframkomu og raddþjálfun þeirra sem hafa áhuga að taka þátt. Hún mun vera með raddþjálfun á föstudeginum og laugardeginum.

Þeir sem hafa áhuga að taka þátt  í söngkeppninni eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við Brynju
Bjarnfjörð framkvæmdastjóra Hamingjudaga. Skráningu í söngkeppnina lýkur á laugardegi kl. 11.00.