Heiða Ólafs í Perlunni

Heiða Ólafs tróð upp í Perlunni í dag við mikil fagnaðarlæti og sama gilti um flutning Elfars Loga Hannessonar á einleiknum um Gísla Súrsson. Pallíetturnar úr Bolungarvík mættu líka á svæðið – Soffía og Pálína Vagnsdóttir og Íris Vagnsdóttir – og fluttu frumsamda tónlist. Meðal annarra skemmtiatriða á sviði var svo harðfisksmökkun þar sem Óli Palli og Gísli Einarsson kváðu upp dóma um vestfirskan harðfisk og létu öllum illum látum. 

Fleiri skemmtiatriði fóru fram í fyrirlestrarsal í kjallara þar sem galdramaður af Ströndum tróð upp, Dóra Lubecki sagði frá ferðaþjónustu á Vestfjörðum, Ester Unnsteinsdóttir flutti fyrirlestur um refi á Hornströndum og Peter Weiss sagði frá sumarháskóla á Hrafnseyri á vegum Háskólaseturs Vestfjarða.

Ljósm. Dagrún Ósk og Jón Jónsson