Hausttónleikar í Hólmavíkurkirkju

Hólmavíkurkirkja

Kvennakór Suðurnesja og Kvennakórinn Norðurljós á Hólmavík halda tónleika í Hólmavíkurkirkju laugardaginn 12. september 2015 og hefjast þeir kl. 16:00. Enginn aðgangseyrir er að tónleikunum. Stjórnandi Kvennakórs Suðurnesja er Dagný Þórunn Jónsdóttir og meðleikari er Geirþrúður Fanney Bogadóttir. Stjórnandi Norðurljósa er séra Sigríður Óladóttir og meðleikari er Viðar Guðmundsson. Eins og sjá má af meðfylgjandi mynd af Hólmavíkurkirkju er nú unnið að viðgerðum á turni kirkjunnar.