Harpa Óskarsdóttir efnilegasti íþróttamaður HSS


Harpa Óskarsdóttir á Drangsnesi hefur náð afbragðs góðum árangri í frjálsum íþróttum síðustu ár og þá sérstaklega í spjótkasti. Harpa var útnefnd Efnilegasti íþróttamaður HSS árið 2011 og fékk afhentan farandbikar vegna þess á haustfundi HSS á Malarkaffi á Drangsnesi nú fyrir helgi. Vignir Örn Pálsson formaður HSS afhenti Hörpu bikarinn. Haustfundinn sátu 15 manns frá fjórum aðildarfélögum HSS. Þar var rætt um sumarstarf sambandsins, hvað hefði tekist vel og hvað hefði farið miður. Þá var litið til næsta vetrar og hugsanleg verkefni þá. Frá þessu er sagt á www.123.is/hss.

bottom

frettamyndir/2012/645-haustf2.jpg

Haustþing HSS – ljósm. Guðbjörg Hauksdóttir