Handavinnusýning á Hólmavík

félagsstarf eldri handverk

Í dag (fimmtudag) verður haldin sýning á munum unnum af íbúum Strandabyggðar 60 ára og eldri í aðstöðu félagsstarfs aldraðra í Félagsheimilinu á Hólmavík. Sýningin verður opin frá kl. 18-20 fimmtudaginn 12. maí 2016 og þar gefur að líta margvíslega glæsilega muni unna úr allskonar efniviði. Sjón er sögu ríkari segir í tilkynningu sem undirrituð er af Ingu og Ingu.