Hamingumót Hólmadrangs

Á sunnudaginn fór fram golfmótið Hamingumót Hólmadrangs á Skeljavíkurvelli. Nítján þátttakendur tóku þátt, í blíðskaparveðri. Úrslit voru sem hér segir:  Hafþór R Benediktsson hafði besta skor, 78 högg og 34 punkta og næst holu á 4 braut, Sverrir Guðmundsson GHÓ var næstur með 32 punkta,  Guðmundur  H. Friðgeirsson GH  var í þriðja sæti með 29 punkta og þar á eftir komu Benedikt S Pétursson GHÓ með 29 punkta, Árni Brynjólfsson GHÓ 28 punkta, Ingvar Ingvarsson GSG með lengsta teighögg á 4 braut og Grímur Gunnarsson næst holu á 9 braut. Bestum árangri kvenna náði Margrét Sverrisdóttir í GH.

Í mótslok voru afhent verðlaun sem voru gefin af Hólmadrangi ehf, bæði veglegir verðlaunagripir og einnig fengu allir keppendur 2 kg af úrvalsrækju. Einnig voru í  verðlaun tvær veglegar körfur með af ýmsum varningi frá heildsölunni Danól. Teiggjafir voru gefnar af Kaupþing banka, golfkúlur og pennar.

 

Benedikt,  Ingvar,  Hafþór,  Sverrir, Árni, Guðmundur, Grímur og Margrét.

Hafþór, Margrét, Guðmundur og Karl.

Benedikt, Karl og Guðmundur

Birna, Signý og Margrét.

 

Hermann tekur teighögg á Henrýettu, Árni og Steini fylgjast með.

Ljósmyndir Friðgeir Guðmundsson