Hamingjudagavefur

Opnaður hefur verið vefur fyrir hátíðina Hamingjudagar á Hólmavík á slóðinni www.hamingjudagar.is. Það er Kristín S. Einarsdóttir sem vann vefinn fyrir Menningarmálanefnd Hólmavíkurhrepps sem stendur fyrir hátíðinni. Hamingjudagar eru kynntir í Perlunni Vestfirðir nú um helgina eins og fjölmargir aðrir viðburðir og fyrirtæki á Ströndum. Bjarni Ómar Haraldsson er framkvæmastjóri hátíðahaldanna, en Hamingjudagar voru fyrst haldnir síðasta ár og tókust vel.


Á vefsíðunni er meðal annars kynnt lagasamkeppni sem halda á í tengslum við Hamingjudaga. Frestur til að skila inn lögum í keppnina er til 22. maí, en ætlunin er að halda skemmtun þar sem sigurlagið er valið á kosningadaginn þann 27. maí.