Hamingjudagar – dagskrá

Hamingjudagar á Hólmavík verða haldnir í fyrsta skipti nú um næstu helgi. Lögð er áhersla á fjölskylduvæna dagskrá og afþreyingu fyrir alla aldurshópa. Tónlist og heilsuefling spila þar stórt hlutverk og meðal listamanna má nefna KK og Ellen, Heiðu og Rakel úr Idolinu, harmónikkuleikarana Yuri og Vadim og fjölda Strandamanna. Þá verður m.a. til afþreyingar gönguferðir, varðeldur, fótbolti, leiktæki , ljósmyndamaraþon, kassabílarall, sýningar og fleira. Ný og glæsileg sundlaug á Hólmavík er opin alla helgina.

Við Galdrasýninguna fer fram blót að heiðnum sið og opnuð verður sýning á hlautbolla, þeim eina sem fundist hefur hér á landi. Dagskrá Hamingjudaga hefst strax á fimmtudaginn en þá ætla glímukappar að mæta og kynna glímu. Þarna eru á ferðinni Rögnvaldur Ólafsson, Hjálmur Sigurðsson fv. glímukóngur Íslands og fleiri kappar. Um kvöldið stendur svo Sauðfjársetur á Ströndum fyrir hagyrðingakvöldi, þar sem sex hagyrðingar, flestir af Ströndum, kveðast á.

Það er menningarmálanefnd Hólmavíkurhrepps sem stendur fyrir Hamingjudögum og framkvæmdastjóri er Bjarni Ómar Haraldsson. Þess má geta að sl. miðvikudag voru upphitunartónelikar fyrir Hamingjudaga, með þeim Jóni Ólafssyni og Hildi Völu, og voru þeir afar vel sóttir. Hólmvíkingar vonast eftir að það sé forsmekkurinn að vel heppnuðum Hamingjudögum, enda bendir veðurútlit til að bongóblíða verði á Hólmavík um helgina.
Dagskráin fer hér á eftir í heild sinni:
Fimmtudagur 30. júní:

17:00  Glímukappar og glímumót í Íþróttamiðstöðinni á Hólmavík. Allir velkomnir. 
20:00  Hagyrðingakvöld á vegum Sauðfjárseturs á Ströndum í Félagsheimilinu á Hólmavík.
Kveðskapur, kaffiveitingar og skemmtiatriði.
 
Föstudagur 1. júlí
 
18:00 – 19:00    Tónlistaratriði við opnun sýninga í Grunnskólanum
18:00 –  20:00   Myndlistar- og hanverkssýningar opnar í Grunnskólanum 

20:00                Hátíðin formlega sett á hátíðarsvæði í Kirkjuhamminum, ávarp sveitarstjóra Ásdísar Leifsdóttur.
20:00 – 21:00   Tónleikar með Idolstjörnunni Heiðu Ólafs og hljómsveit hennar á hátíðarsvæðinu.
21:30 – 22:30   Gönguferð um Borgirnar með leiðsögn. Óvænt uppákoma á leiðinni. Farið frá Upplýsingamiðstöðinni undir leiðsögn Matthíasar Lýðssonar.                                                 
23:00 – 03:00   Dansleikur með Heiðu Ólafs og hljómsveit í Bragganum. Aldurstakmark 16 ár.
23:00 – 03:00   Dansleikur með hljómsveitinni Eidís á Café Riis                                                    
 
Laugardagur 2. júlí
 
08:00 – 11:00 Morgunverðarhlaðborð í Félagsheimilinu á vegum ferðaþjónustunnar á Kirkjubóli.

10:00               Héraðsmót HSS í fótbolta fyrri umferð í karlaflokki hefst á Grundum, 2 km sunnan Hólmavíkur.
10:00 – 12:00  Heilsumorgun í Íþróttamiðstöðinni, vatnsleikfimi í sundlaug, leikfimi í íþróttasal, kynningar á heilsuvörum, heilun í beinni, mælingar, o.fl.
10:00 – 12:00 og 14:00 – 20:00 Myndlistar- og handverkssýningar opnar í Grunnskólanum
11:00 – 12:00  Gönguferð um fjörur í nágrenni Hólmavíkur með leiðsögn Matthíasar Lýðssonar. Lagt af stað frá Upplýsingamiðstöðinni Hólmavík

12:00 – 20:00 Ljósmyndamaraþon fyrir stafrænar myndavélar hefst. Skráning í Upplýsingamiðstöðinni og menn fá verkefnið afhent. Skila á myndum á sama stað fyrir kl. 20:00 um kvöldið þar sem þeim er hlaðið beint inn í tölvu af minniskubbinum.
12:30             Kassabílarall við höfðann við Höfðagötu.

14:00 – 20:00   Útiskemmtun í Kirkjuhvammi:
Fjölmörg tónlistar og skemmtiatriði á útipalli m.a.:
14:00      Tónlist. Jón Halldórsson frá Hrófbergi
14:15      Rakel Björk (úr Idolinu) og Þröstur Jóhannsson gítarleikari
14:30      Söngkvartett Munda Jó
14:45      Tónlist með Gulla Bjarna og Sigríði Óla
15:00      Jón Víðisson töframaður
15:30      Sönghópurinn Létt og laggott
15:45      Hemúllinn
16:00      Harmónikkuleikararnir heimsfrægu Yuri og Vadim
16:15      Leikfélag Hólmavíkur frumsýnir leikritið Snuðra
17:00      Söngatriði úr Friðarbarninu
17:15      Unglingahljómsveitin Micado
17:30      Söngkonurnar Árdís Rut og Hlíf
17:45      Kvennakórinn Norðurljós
18:15      Tónlist. Hjörtur, Rósi og Lýður
18:30      Idolstjarnan Heiða Ólafs og gítarleikarinn Þröstur Jó.
18:45      Unglingahljómsveitin Deodorant
19:00      Hljómsveitin Kokkteill frá Raufarhöfn
 
17:30 – 20:00    Heitt í kolunum. Gestir koma með kjöt og geta grillað sér og snætt við hátíðarsvæðið í Kirkjuhvamminum. KSH verður með meðlæti til sölu á staðnum.

20:00 – 21:00 Blót að heiðnum sið við Galdrasýningu á Ströndum.                 
21:00             Blysför frá Galdrasýningu,varðeldur og fjöldasöngur.           

23:00 – 03:00  Stefán Jónsson Píanóleikari og Halldór Gunnars gítarleikari með lifandi tónlist á Café Riis.
23:00 – 03:00  Hljómsveitin Kokkteill með dansleik í Bragganum.

Sunnudagur 3. júlí
08:00 – 11:00  Morgunverðarhlaðborð í Félagsheimilinu á vegum ferðaþjónustunnar á Kirkjubóli

11:00       Gospelmessa í Hólmavíkurkirkju
14:00       Fjörudagur á Sauðfjársetrinu í Sævangi, fjöruferð með leiðsögn, hreiður skoðuð og skeljum safnað
14:00       Tónleikar með KK og Ellen í Hólmavíkurkirkju
14:00 – 18:00 Kaffihlaðborð í Sauðfjársetri í Sævangi – hamingjukaffi áður en haldið er heim

16:00       Fjölskyldufótbolti í Sævangi.

 Auk þessa verður m.a.  til afþreyingar á hátíðinni
 
> Sjóferðir frá hafnarsvæði með Sundhana og Gulla Bjarna.
> Björgunarbáturinn Húnabjörg verður til sýnis í höfninni.  
> Teymt undir börnum á hestum á svæðinu við Galdrasýninguna.
> Frá klukkan 14:00 – 20:00 á laugardag. Leiktæki fyrir börn staðsett á grasinu við Galdrasýningu s.s. hoppukastali, trambolin, kóngulóarvefur og gladiator.
> Hægt að taka hring með torfærubíl. Staðsetning fyrir sunnan flugbrautina á flugvellinum á Hólmavík.
> Sölutjöld frá ýmsum aðilum s.s. Kaupfélagi Steingrímsfjarðar, Lions, Strandakúnst,  Kvennakórnum o.fl.
> Sýning á sögu Þverárvirkjunar.          
 
Sjáumst hamingjusöm á Hamingjudögum á Hólmavík !!!