Hagyrðingar á Hólmavík

Sauðfjársetur á Ströndum stendur fyrir Hagyrðingakvöldi sem verður haldið í Félagsheimilinu á Hólmavík fimmtudaginn 30. júní 2005 og hefst kl. 20:00. Eftirtaldir hagyrðingar taka þátt í kvöldinu: Stefán Gíslason frá Gröf í Bitru, Georg Jón Jónsson á Kjörseyri, Björn Guðjónsson í Bakkagerði, Ása Ketilsdóttir á Laugalandi í Skjaldfannadal, Aðalsteinn Valdimarsson á Strandseljum við Djúp og Helgi Björnsson á Snartastöðum í Lundarreykjadal í Borgarfirði. Aðgangur að hagyrðingakvöldinu er kr. 1.500.- fyrir fullorðna og kr. 700.- fyrir 16 ára og yngri. Kaffiveitingar í hléi eru innifaldar. Kvartett Munda Jó treður upp eftir hlé.