Hafís á Ströndum 1965

Það er orðið býsna langt síðan hafís hefur lagst að Ströndum og ef veðurfar fer enn hlýnandi næstu áratugina verður þess væntanlega líka langt að bíða. Þetta var hins vegar algengt á síðustu öld, bæði snemma á öldinni og á 7. áratugnum. Til upprifjunar fyrir Strandamenn birtum við hér nokkrar myndir úr myndasafninu af hafís í Steingrímsfirði frá árinu 1965. Það var Þórarinn Reykdal rafveitustjóri á Hólmavík sem tók þessar myndir, en sonur hans, Ólafur Reykdal, kom skemmtilegu safni af myndum hans á framfæri við Sögusmiðjuna á síðasta ári.

 350-hafis-4350-hafis7 350-hafis5

Hafís á Hólmavík 1965 – ljósm. Þórarinn Reykdal