Gott kvöld sýnt á miðvikudagskvöld

Góð aðsókn hefur verið að barnaleikritinu Gott kvöld eftir Áslaugu Jónsdóttur sem Leikfélag Hólmavíkur frumsýndi um hátíðirnar. Um 150 hafa mætt á þær tvær sýningar sem eru að baki. Þriðja sýning verður miðvikudagskvöldið 4. janúar kl. 20:00 og eru miðapantanir í síma 847-4415. Sagan segir frá strák sem er aleinn heima með bangsa sér til halds og trausts þegar pabbinn skreppur í burtu. Allskyns kynjaverur kíkja í heimsókn og það er líf og fjör. Leikritið tekur þrjú korter í flutningi. Leikritið er sýnt í félagsheimilinu á Hólmavík.