Gota og lifur, hausar og gellur

Nú ætlar starfsmannafélag fyrirtækisins Drangs ehf á Drangsnesi að mæta til Hólmavíkur í dag, fimmtudaginn 3 apríl, og hafa meðferðis gotu og lifur, hausa og gellur. Verður varan boðin til sölu við verslun Kaupfélags Steingrímsfjarðar frá kl. 15:00 til 17:00. Allir þeir sem kunna að meta þetta lostæti eru hvattir til að nýta sér þetta tækifæri sem býðst aðeins einu sinni á ári.