Gönguklúbburinn Gunna fótalausa

Gönguklúbburinn Gunna fótalausa hefur verið á röltinu á nýja árinu og farið í gönguferðir í hádeginu á þriðjudögum í nágrenni Hólmavíkur. Um er að ræða opinn gönguklúbb og öllum er velkomið að slást í hópinn og mæta í göngu. Þriðjudaginn 21. febrúar er ætlunin að leggja af stað frá Skeljavíkurrétt kl. 12:05 og ber gönguferð dagsins yfirskriftina: Þriggja rétta rölt. Fólk sem fer út í gönguferðir er hvatt til að klæða sig vel.