Göngugarparnir í Brú í kvöld

Göngugarparnir Guðbrandur Einarsson frá Broddanesi í Kollafirði og Bjarki Birgisson sundþjálfari gengu frá Laugabakka í morgun og stefnan er tekin á Brú í Hrútafirði í kvöld. Á morgun ganga þeir félagar svo um þann hluta Strandasýslu sem tilheyrir hringveginum, frá Brú og upp á Holtavörðuheiði. Fréttavefurinn strandir.is fagnar því hversu vel gengur hjá þeim félögum og hvetur lesendur til að fylgjast með ferðalagi þeirra á vefnum www.gangan.is eða jafnvel hitta þá félaga á morgun og rölta með þeim áleiðis upp á heiði.