Glæsilegur árangur hjá krökkunum í kvikmyndavali

Um síðustu helgi fór fram verðlaunaafhending í kvikmyndakeppni 66° Norður og grunnskólanna árið 2011. Grunnskólinn á Hólmavík fór með sigur af hólmi í eldri flokki, en Gerðaskóli í Garði sigraði í yngri flokki. Sérstök dómnefnd valdi sigurvegara og var hún skipuð Katrínu Jakobsdóttur menntamálaráðherra sem afhenti verðlaunin, Hilmari Oddssyni, rektor Kvikmyndaskóla Íslands, Sigurjóni Sighvatssyni kvikmyndagerðarmanni og Sverri Þór Sverrissyni (Sveppa). Þema keppninnar í ár var óveður.

Nemendur í kvikmyndavali við Grunnskólann á Hólmavík sem gerðu myndbandið sem sigraði í eldri flokki fjölmenntu á verðlaunaafhendinguna og tóku á móti viðurkenningum ásamt Arnari S. Jónssyni tómstundafulltrúa Strandabyggðar og stundarkennara við skólann. Auk úttektar í verslunni fyrir alla verðlaunahafa fékk Grunnskólinn á Hólmavík veglega Sony myndbandsupptökuvél í vinning. Stöð 2 var á staðnum og tók viðtöl sem sjá má hér. Einnig mátti lesa fréttir um þetta á hinum ýmsu vefmiðlum.

Myndin sem krakkarnir á Hólmavík gerðu fjallar á gamansaman hátt um raunir ungs bensínafgreiðslumanns sem þarf að berjast við kuldabola, skrítna viðskiptavini og latan samstarfsmann. Hægt er að sjá sigurmyndbandið með því að smella hér.

0

bottom

frettamyndir/2011/640-verdlaun5.jpg

frettamyndir/2011/640-verdlaun3.jpg

frettamyndir/2011/640-verdlaun7.jpg

Góð stund hjá Strandamönnum – ljósm. Jón Jónsson