Glæsileg karókíkeppni í Bragganum

Karókíkeppnin í Bragganum á Hólmavík í kvöld var glæsileg að venju. Ellefu keppendur spreyttu sig og var hvert atriðið öðru betra. Búningar og kröftug sviðsframkoma settu svip á skemmtunina og mikil stemmning var í salnum. Það var Aðalheiður Lilja Bjarnadóttir sem fór með sigur af hólmi að þessu sinni, en Arnar S. Jónsson varð í öðru sæti. Agnes Jónsdóttir var í þriðja sæti. Skemmtilegasti keppandinn var valinn Arnar S. Jónsson. Myndir frá keppninni koma inn á morgun.