Gista frekar í „bakgörðum“ en á tjaldsvæði

Erlendir ferðamenn á húsbílum hafa verið nokkuð áberandi á Hólmavík
undanfarnar tvær vikur og gista gjarnan frekar í bílum sínum á opnum svæðum í
kauptúninu en á tjaldsvæðinu þar sem er að finna fyrirmyndaraðstöðu. Undanfarnar
nætur hafa undantekningarlaust verið húsbílar hér og þar í þorpinu. Liðna nótt
gisti enginn á tjaldsvæðinu en aftur á móti  var að finna húsbíla nánast í
bakgörðum íbúanna. Það hefur verið vinsælt meðal ferðamannanna að leggja við
höfnina og við Galdrasýninguna í stað þess að nýta þá aðstöðu sem er fyrir
hendi.  Tíðindamaður strandir.is smellti myndum af tjaldsvæðinu og víðar um þorpið í gærkvöldi.

bottom
Slæm nýting á tjaldsvæðinu á Hólmavík
frettamyndir/2008/580-tjaldsvaedi-tomt1.jpg
Næturgestir hreiðra um sig víðast hvar annarsstaðar