Gísli á Uppsölum sýndur í Djúpavík

Enn berast fregnir af menningarviðburðum um helgina í Árneshreppi. Á Facebook-síðu Hótel Djúpavíkur kemur fram að einleikurinn Gísli á Uppsölum verður sýndur í dag, laugardaginn 19. ágúst kl. 16, í síldarverksmiðjunni. Verkið hefur fengið frábæra dóma og sýningin er einstaklega áhrifamikil. Leikari er Elfar Logi Hannesson og það er Kómedíuleikhúsið sem setur verkið upp.