Gatnagerð á Hólmavík

IMG_4865

Það hefur ekki farið fram hjá neinum Hólmvíkingum að heilmikil gatnagerð er í gangi á Borgabrautinni á Hólmavík. Þar er jafnan fjöldi manna og tækja að störfum, en verið er að undirbúa malbikun götunnar. Tækifærið er notað til að lagfæra og leggja nýtt frárennsli og vatnsleiðslur, auk þess sem lögð eru rör fyrir ljósleiðara og hugsanlega hitaveitu á Hólmavík í framtíðinni. Grafa hefur verið að brjóta úr klettum á leiðinni út að Hólmavíkurkirkju, en þar mun gatan breikka mjög og hækkar nokkuð neðan við húsin sem eru hér á myndinni. Ekki er gert ráð fyrir að ekið verði um Brekkugötu í framtíðinni (upp hjá Bragganum).