Gamli bærinn á Bakka brann

Gamli bærinn á Bakka í Bjarnarfirði brann í gærkveldi og nótt. Enginn bjó í húsinu sem var forskalað timburhús og var notað sem sumarhús. Slökkviliðin á Drangsnesi og Hólmavík unnu að slökkvistarfi, en mikill eldur var í húsinu. Bjarnfirðingar unnu einnig að slökkvistarfi, m.a. var rudd leið með dráttarvél að Bjarnarfjarðará til að ná í vatn. Veður var hagstætt, þannig að nálægt nýlegt hús á Bakka var ekki í hættu. Ljósmyndina sem fylgir tók Hrönn Magnúsdóttir á Bakka.