Gamlársmót í fótbolta


Innanhúsmót í knattspyrnu fyrir fullvaxna fótboltagarpa verður haldið í Íþróttamiðstöðinni á Hólmavík laugardaginn 29. desember og hefst það kl. 13:00. Það er Flosi Helgason sem er í forsvari fyrir mótshaldara. Fjórir leikmenn spila í einu í hverju liði. Leiktími verður ákveðinn þegar fyrir liggur hversu mörg lið skrá sig til leiks. 

Keppnisgjald er kr. 650 á mann, greitt í Íþróttamiðstöðinni. Hægt er að skrá sig á fésbókarsíðu mótsins eða á staðnum. Keppendur eru hvattir til að láta vita af þátttöku sinni fyrirfram!