Fyrstu tölur í heimabingói Sauðfjársetursins


Nú í hádeginu voru dregnar fyrstu 10 tölurnar í heimabingói Sauðfjársetursins, en mikill fjöldi bingóspjalda hefur selst. Dregið var í Hnyðju í Þróunarsetrinu á Hólmavík og verða nýjar tölur dregnar á hverjum degi og birtar á milli 12-14, þangað til allir vinningar eru gengnir út. Allt spjaldið er spilað og er fólk beðið að merkja þannig við tölur sem komnar eru, að samt sé sýnilegt hvaða tala sé undir á spjaldinu. Þeir sem fá bingó þurfa að hafa samband við Ester Sigfúsdóttur bingóstjóra í s. 823-3324 fyrir hádegi daginn eftir, áður en dregið er næst. Fyrstu 10 tölurnar í heimabingói Sauðfjársetursins eru: B-6, B-7, I-26, N-36, G-50, G-53, O-66, O-68, O-70 og O-72.

Fyrstu tölur – miðvikudaginn 28. nóvember:

B-6, B-7, I-26, N-36, G-50, G-53, O-66, O-68, O-70 og O-72.