Fyrir opnu hafi – Bæjarættin

Nú er unnið að lokafrágangi fyrir útgáfu á bókinni Fyrir opnu hafi þar sem fjallað er um Bæjarættina og niðjatal Guðmundar og Ragnheiðar í Bæ á Selströnd og barna þeirra 13 birt. Vegna útgáfunnar er nú leitað til lesenda strandir.is og þeir sem eiga mannlífsmyndir, einkum frá eldri tímum, sem tengjast Bæjarættinni beðnir að hafa samband við Björn H. Björnsson á allra næstu dögum í netfanginu bhbj@simnet.is eða í síma 567-6651. Til dæmis vantar myndir af Hilmi á sjó og mannlífi um borð, af meðlimum ættarinnar í réttum og við fleiri slík tækifæri.