Fýllinn í Jökulsárgljúfrum

Nú eru að fara af stað aftur fræðsluerindi Náttúrustofanna á Íslandi. Sjö slíkar stofur eru starfræktar á Íslandi og eru fræðsluerindin jafnan í hádeginu síðasta fimmtudag í mánuði. Fyrsta erindið í vetur er flutt af Aðalsteini Erni Snæþórssyni hjá Náttúrustofu Norðausturlands og fjallar um fýlinn í Jökulsárgljúfrum. Strandamönnum býðst að sjá umfjöllunina en erindið er haldið í gegnum fjarfundarbúnað og tengt í Grunnskólann á Hólmavík og hefst kl. 12:15, fimmtudaginn 30. október. Allir eru velkomnir á fræðsluerindin og aðgangur er ókeypis.