Fundað um framhaldsdeild

645-framhaldsdeild
Í dag kl. 18:00 verður opinn kynningarfundur um framhaldsskóladeild á Hólmavík sem er í undirbúningi að taki til starfa í haust. Um er að ræða dreifnám frá Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki. Í dag hafa fulltrúar frá skólanum og sambærilegri deild á Hvammstanga verið á Ströndum, bæði  umsjónarmenn og nemendur, og unnið hugmyndavinnu með unga fólkinu á Ströndum og í Reykhólahreppi sem hugsanlega myndi nýta sér slíkt nám í framtíðinni. Kynningar og fundahöld hófust kl. 10:30 í morgun og standa í allan dag.