Frummatsskýrsla og kynningarfundir um umhverfisáhrif Hvalárvirkjunar

580-gjogur3

Vesturverk hefur lagt fram frummatsskýrslu um mat á umhverfisáhrifum við Hvalárvirkjun í Ófeigsfirði á Ströndum. Allir geta kynnt sér skýrsluna og lagt fram athugasemdir. Frummatsskýrslan er aðgengileg hér á vefnum og á skrifstofu Árneshrepps, hjá Kaupfélagi Steingrímsfjarðar í Norðurfirði, Skipulagsstofnun og í Þjóðarbókhlöðunni. Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast eigi síðar en 29. ágúst 2016 til Skipulagsstofnunar. Vesturverk stendur fyrir kynningarfundi um skýrsluna í félagsheimilinu í Trékyllisvík miðvikudaginn 6. júlí kl. 14:00. Allir eru velkomnir.