Frítt í sund fyrir 16 ára og yngri

Sveitarstjórn Strandabyggðar hefur gert þá breytingu á verðskrá Íþróttamiðstöðvarinnar Hólmavíkur að nú er frítt í sund fyrir börn 16 ára og yngri. Sundlaugin á Hólmavík er nýleg 25 metra útilaug, sem tekin var í notkun 17. júlí 2004. Hún er opin mánudaga til fimmtudaga kl. 18:00 – 21:00 yfir vetrartímann og laugardaga kl. 14:00 – 19:00.