Fréttirnar til fólksins komnar út

Merki StrandabyggðarFréttablað Strandabyggðar, Fréttirnar til fólksins, er komið út. Blaðið er gefið út mánaðarlega og í því er fjallað um málefni líðandi stundar í Strandabyggð og nágrannabyggðum. Í nýjasta tölublaðinu er fjallað meðal annars um Bryggjuhátíðina á Drangsnesi, kraftakeppni Sauðfjársetursins um liðna helgi og sagnakvöldin Álfar og tröll og ósköpin öll á Galdraloftinu á Hólmavík ásamt mörgu öðru. Í Fréttunum til fólksins eru einnig birtar á prenti nýjustu fundargerðir sveitarstjórnar Strandabyggðar. Kristín S. Einarsdóttir er ritstjóri blaðsins en blaðinu er dreift ókeypis á öll heimili á Ströndum.