FRESTAÐ – Ása Ketilsdóttir á bókasafninu

FRESTAÐ VEGNA VEÐURSÍ kvöld á vetrarsólstöðum, þriðjudaginn kl. 19:30 verður samkoma á Héraðsbókasafni Strandasýslu þar sem Ása Ketilsdóttir kvæðakona á Laugalandi við Djúp kveður jólaþulur og rímur og segir sögur. Fyrr á árinu kom út veglegur diskur með Ásu fyrir börn á öllum aldri: Vappaðu með mér Vala. Diskurinn fæst á Galdrasýningu á Ströndum og í vefbúð sýningarinnar – www.strandir.is/asudiskur – og hentar sérdeilis vel til jólagjafa. Kaffi og piparkökur verða í boði og allir velkomnir. Bókasafnið verður svo opið til 21:00 og er um að ræða síðasta opnunardag fyrir jól. Milli jóla og nýárs er opið þriðjudaginn 28. des. frá 19:30-20:30.