Framkvæmdir í Þróunarsetri ganga vel

640-jardhaed4

Síðustu mánuði hefur verið unnið að framkvæmdum í Þróunarsetrinu að Höfðagötu 3 á Hólmavík, en verið er að standsetja neðstu hæðina að frumkvæði Strandabyggðar sem á húsnæðið. Þar á í framtíðinni að vera fjölnotarými sem hægt verður að nýta fyrir námskeið, fyrirlestra, ráðstefnur, sýningarhald og slíkra verkefna. Einnig verður þar afgreiðsla og fundarstaður Strandabyggðar og verður móttaka sveitarfélagsins þá loksins aðgengileg öllum, jafnt þeim sem hafa skerta hreyfigetu og þeim sem eru fullfrískir. Reikna má með að framkvæmum ljúki í marsmánuði, en eftir er að koma gólfefni, hurðum, innréttingum og ýmislegu smálegu á sinn stað.

640-jardhaed3 640-jardhaed2 640-jardhaed1

Í Þróunarsetrinu á Hólmavík – ljósm. Jón Jónsson