Fræðslumiðstöð Vestfjarða með starfsmann á Ströndum

Á aðalfundi Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða á dögunum var ákveðið að blása til enn frekari sóknar á sviði námskeiðahalds og símenntunar í fjórðungnum. Meðal annars var ákveðið á fundinum að ráða Kristínu Sigurrósu Einarsdóttur B.Ed. í hálft starf á Ströndum og mun hún fá aðstöðu í hinu nýja Þróunarsetri á Hólmavík sem opnað verður formlega á fimmtudaginn. Kristín hefur áður verið tengiliður miðstöðvarinnar á Hólmavík og sinnt ýmsum verkefnum. Einnig var á síðasta ári ráðinn starfsmaður í Vesturbyggð og Tálknafirði sem hefur aðsetur í Þróunarsetri Vestur-Barð. Á Ísafirði mun jafnframt verða fjölgað starfsfólki hjá Fræðslumiðstöðinni, einkum með því að ráða fólk í föst störf í stað verktakavinnu.