Flugeldasýning á þrettándanum

Á þrettándanum þann 6. janúar verður flugeldasýning á vegum Björgunarsveitarinnar Dagrenningar á hafnarsvæðinu á Hólmavík og hefst hún kl. 20:00. Flugeldasalan er einnig opin á þrettándanum frá 13-18 og eru menn hvattir til að mæta á svæðið og tryggja sér góða flugelda til að brenna jólin út að gömlum og góðum sið. Meðfylgjandi mynd tók Ingimundur Pálsson.