Flugeldasalan hafin

Flugeldasala Björgunarsveitarinnar Dagrenningar á Hólmavík er eins og síðustu ár til húsa í Björgunarsveitarhúsinu Rósubúð á Höfðagötu 9 (gengið er inn frá Hlein). Opið er fimmtudaginn 29. desember frá kl. 14-20, föstudaginn 30. des frá 14-22 og gamlársdag 31. des. frá 10-15. Áramótabrenna á vegum sveitarinnar verður við Skeljavíkurrétt á gamlársdag kl. 18 og flugeldasýning kl. 18:20. Flugeldasala björgunarsveitarinnar Dagrenningar á þrettándanum er milli 15-18. Flugeldum verður síðan skotið á loft frá hafnarsvæðinu kl. 20 á þrettándanum.