Flugeldasala og brenna á Drangsnesi

Áramótaljósin - ljósm. Ingimundur PálssonÁrleg flugeldasala Björgunarsveitarinnar Bjargar á Drangsnesi verður í húsi sveitarinnar á Grundargötu sem hér segir: Laugardagur 16.00-18.00, sunnudagur 15.00-18.00 og mánudagur sem jafnframt er gamlársdagur 13.00-16.00. Í fréttatilkynningu eru allir hvattir til að koma og styrkja starf sveitarinnar. Björgunarsveitin Björg mun einnig standa fyrir glæsilegri flugeldasýningu á gamlárskvöld, en þá verður kveikt í brennu á Mýrarholtinu og að sjálfsögðu eru allir hjartanlega velkomnir. Ingimundur Pálsson á heiðurinn af meðfylgandi ljósmynd.