Flugeldasala og áramótabrenna á Hólmavík

Flugeldasalan er hafin hjá Björgunarsveitinni Dagrenningu á Hólmavík og er að venju til húsa í Rósubúð, Höfðagötu 9 á Hólmavík (gengið inn að aftan). Flugeldasalan verður opin sem hér segir: Fimmtudag 29. des. kl. 15-20, föstudag 30. des. kl. 15-22 og gamlársdag kl. 10-15. Kveikt verður gamlársbrennu á Skeljavíkurgrundum (ofan við golfvöllinn) stundvíslega kl 18 á gamlársdag og flugeldasýning sveitarinnar hefst hálftíma síðar. Á þrettándanum verður flugeldasalan opin frá kl 15-18.