Flugeldar og sýning á þrettándanum

Björgunarsveitin Dagrenning á Hólmavík verður með flugeldasölu á þrettándanum og verður hún opin i Rósubúð frá kl. 15 til 18. Að venju verður góður afsláttur veittur, allt að 50% afsláttur af flestum vörum. Kl. 20:00 að kveldi þrettándans, þann 6. janúar, verður svo flugeldum skotið á loft af hafnarsvæðinu á Hólmavík. Björgunarsveitin vill koma á framfæri þakklæti til Strandamanna fyrir frábæran velvilja og stuðning á liðnu ári með óskum um farsælt komandi ár.