Fjöruferð og Kaffikvörn á Sauðfjársetrinu


Íslenski safnadagurinn er sunnudaginn 7. júlí og í tilefni dagsins verða viðburðir á Sauðfjársetri á Ströndum í Sævangi við Steingrímsfjörð. Opið er frá 10-18, safnakaffi á boðstólum í Kaffi Kind og frítt inn á sýningar safnsins í tilefni dagsins.Klukkan 15:00 verður farið í fjöruferð með leiðsögn, þar er á dagskránni gönguferð, fuglaskoðun, þönglastríð og skeljasamkeppni, auk þess sem flöskuskeyti verður sent út í hinn stóra heim. Klukkan 17:00 verður spurningaleikurinnn Kaffikvörn fyrir alla fjölskylduna (í anda Pub-Quiz). Spurningar, gleði og gaman, og allir eru velkomnir, hvort heldur sem er á annan viðburðinn eða báða.