Fjórðungsþing á Ísafirði

Fjórðungssamband, málefni fatlaðs fólks

Miðvikudaginn 4. maí 2016 verður  61. Fjórðungsþing Vestfirðinga haldið í Edinborgarsalnum á Ísafirði og að venju fjölmenna sveitarstjórnarmenn af öllum Vestfjörðum á það. Þingið verður með breyttu sniði þetta árið, í samræmi við nýjar samþykktir, en í framtíðinni verður ársfundur á vorin og síðan haustþing um ákveðin málefni. Á þinginu á Ísafirði verða afgreiddir ársreikningar og árskýrslur og lögð fram endurskoðuð fjárhagsáætlun fyrir yfirstandandi ár. Kosið verður í stjórnir og nefndir, en kjörtímabil er tvö ár hjá Fjórðungssambandinu.

Það verður nóg að gera hjá sveitarstjórnarfólki því alls verða þrír ársfundir haldnir þennan dag á Ísafirði, aðalfundur Byggðasamlags Vestfjarða um málefni fatlaðs fólks, Fjórðungsþing Vestfirðinga og ársfundur Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða.

Meðfylgjandi mynd er frá aukaþingi um málefni fatlaðs fólks á Hólmavík í nóvember síðastliðnum.