Fjör færist í umræðu um vegamál

Vestfirskur vegaspottiNú hafa verið birtar tvær nýjar skýrslur um vegamál á Vestfjörðum í tengslum við Fjórðungsþing Fjórðungssambands Vestfirðinga sem hefst á morgun og má búast við að fjör hlaupi í umræður um þennan málaflokk í kjölfarið. Þessi umræða hlýtur þó óneitanlega að vera að nokkru leyti í skugga þess að enn hefur Vegagerðin ekki boðið út nokkur verkefni sem fyrirhugað var að vinna á árinu eða jafnvel fyrr og búið er að útvega fjármagn í samkvæmt samgönguáætlun. Skýrslurnar nýju eru Hugmyndir um jarðgangaleiðir um Dynjandisheiði sem unnin er af Vegagerðinni og Skýrsla Samgöngunefndar Fjórðungssambands Vestfirðinga þar sem fram kemur ný stefnumótun nefndarinnar.