Fjöldi smábáta í Hólmavíkurhöfn

Smábátahöfnin setur mikinn svip á Hólmavíkurþorp og eru bátarnir vinsælt myndefni bæði ferðafólks og heimamanna. Svo var einnig í dag þegar fréttaritari strandir.is rölti þar hjá. Mikið af smábátum í höfninni. Miklar framkvæmdir hafa verið þar í gangi síðustu árin, flotbryggjum hefur fjölgað, búið er að gera heilmikinn grjótvarnargarð til að verja höfnina fyrir suðvestanáttinni og framkvæmdir hafa verið og eru enn framundan við olíuafgreiðslu og tanka við höfnina.