Firmakeppni í sundi

Í gær hélt sundlið Geislans á Hólmavík firmakeppni í sundi þar sem synt var boðsund og synti hvert tveggja manna lið 100 metra. Fyrirtækjum á Ströndum gafst færi á að kaupa sér lið, en ætlunin er að nota ágóðann í ferðasjóð sundliðsins. Úrslitin urðu þau að í fyrsta sæti í firmakeppninni lentu Anna Lena Victorsdóttir og Theodór Þórólfsson, en þau syntu fyrir Orkubú Vestfjarða. Í öðru sæti lentu Daníel Birgisson og Arnór Jónsson en þeir syntu fyrir Heilbrigðisstofnun Hólmavíkur og í þriðja sæti lentu Arna Margrét Ólafsdóttir og Anna Lena Victorsdóttir en þær syntu fyrir Sauðfjársetur á Ströndum. 

Alls kepptu 14 krakkar í fimmtán tveggja manna liðum þannig að allir þurftu að synda tvisvar og tveir sundmenn syntu þrisvar sinnum. Krakkarnir sem kepptu voru Anna Lena Victorsdóttir, Agnes Björg Kristjánsdóttir, Arna Margrét Ólafsdóttir, Birna Karen Bjarkadóttir, Margrét Vera Mánadóttir, Gunnur Arndís Halldórsdóttir, Brynja Daníelsdóttir, Guðbjörg Magnúsdóttir,Theodór Þórólfsson, Magnús Ingi Einarsson, Daníel Birgisson, Ólafur Orri Másson, Arnór Jónsson og Fannar Freyr Snorrason.

Fyrirtækin sem tóku þátt í keppninni Orkubú Vestfjarða, Hlökk ST-7, Hafvík, Galdrasýning á Ströndum, Bíla- og kranaþjónusta Danna ehf, Sauðfjársetur á Ströndum, Ferðaþjónustan á Kirkjubóli, Sparisjóður Strandamanna, Kópnes, Lovísa, Fylling ehf., Jósteinn Guðmundsson ehf., Hólmavíkurhreppur, Heilbrigðisstofnunin á Hólmavík og Kaupfélag Steingrímsfjarðar. Sendir sundfólkið þessum fyrirtækjum bestu þakkir fyrir stuðninginn. Starfsmenn mótsins voru Jóhanna Ragnarsdóttir og Úlfar Pálsson.

Ljósm. Jón Jónsson