Ferming á Hólmavík

FermingarbörninFermingarguðsþjónusta var á Hólmavík í gær, hvítasunnudag, og voru sex börn frá Hólmavík og úr Steingrímsfirði fermd að þessu sinni. Fallegt veður var við Steingrímsfjörð í gær, hægur vindur og sólskin sem bætti upp lágt hitastig. Fjölmennt var í kirkjunni á Hólmavík við athöfnina sem sóknarpresturinn sr. Sigríður Óladóttir sá um. Síðan tóku við veisluhöld að venju og stóðu langt fram eftir degi og vonandi hafa flestir sofnað saddir og sælir í gær.

bottom

Daníel Birgir Bjarnason, sr. Sigríður Óladóttir, Guðjón Þórólfsson í efri röð. Hadda Borg Björnsdóttir, Dagrún Ósk Jónsdóttir, Birna Karen Bjarkadóttir og Lárus Orri Eðvarðsson í neðri röð.

frettamyndir/2007/580-ferming2.jpg

Margir að mynda í kirkjunni – Ljósm. Jón Jónsson