Félagsvist í Tjarnarlundi

645-bridge1
Í kvöld, miðvikudaginn 2. janúar, verður haldin félagsvistin sem átti að vera í Tjarnarlundi fyrir áramótin, en þá varð ekkert af vegna veðurs. Nú á að reyna aftur og eru Strandamenn og nærsveitungar boðnir velkomnir á spilavist í kvöld. Spilamennskan hefst klukkan 20:00, aðgangseyrir er 700 krónur og sjoppa er á staðnum. Ekki er hægt að greiða með kortum, því posi er ekki á staðnum.