Félagsvist í Tjarnarlundi í Saurbæ

Spiluð verður félagsvist í Auðarskóla Tjarnarlundi, fimmtudagskvöldið 30. desember, og hefst spilamennskan kl. 20:00. Það eru nemendur í skólanum sem standa fyrir spilavistinni. Þátttökugjald er 700 kr. og verður opin sjoppa í hléi. Enginn posi er á staðnum, en allir hjartanlega  velkomnir.