Félagsvist í Sævangi 28. des.

Spilavist Sævangur
Félagsvist verður haldin í Sauðfjársetrinu í Sævangi mánudaginn 28. desember. Spilamennskan hefst kl. 20:00 og eru allir hjartanlega velkomnir. Verð er kr. 1.000.- fyrir 12 ára og eldri, 600 fyrir yngri, og eru veitingar í hléi innifaldar. Oftast er spilað á 8-10 borðum á félagsvist í Sævangi, en stundum mæta fleiri um jólin ef veður og færð leyfa. Algengt er að Saurbæingar og Reykhólasveitungar hitti Strandamenn á spilavist, bæði hérna megin við Arnkötlu og fyrir handan.