Félagsvist á Hólmavík

Í kvöld, mánudaginn 28. desember, verður haldin félagsvist í Félagsheimilinu á Hólmavík. Hefst spilamennskan kl. 20:00 og eru allir velkomnir. Það eru Danmerkurfarar í 8.-9. bekk Grunnskólans á Hólmavík sem standa fyrir félagsvistinni og er aðgangseyrir kr. 500.- á mann. Rennur innkoman í ferðasjóð.