Ernir ætlar að hætta áætlunarflugi á Gjögur


Á visir.is er sagt frá því að forsvarsmenn flugfélagsins Ernis stefni á að hætta öllu áætlunarflugi til minni áfangastaða á Íslandi. Þar á meðal eru Gjögur á Ströndum og Bíldudalur. Á vísi.is kemur fram að Hörður Guðmundsson, forstjóri félagsins, hafi staðfest þetta í samtali við fréttastofu, en ekki kemur fram við hvaða tíma er miðað við. Flugfélagið Ernir er með verksamning við Vegagerðina um að halda uppi áætlunarflugi á minni staðina, þannig að væntanlega verður samið við annað flugfélag um að sjá um þessa þjónustu.