Er ekkert að marka Fjarskiptaáætlun?

Steinrunnin tröll - ljósm. SAÁ árinu 2007 eiga allir landsmenn sem þess óska að hafa aðgang að háhraðatengingu segir í Fjarskiptaáætlun 2005-2010. Hefur þessum upplýsingum úr markmiðum áætlunarinnar verið haldið stíft að íbúum dreifbýlisins síðustu ár, ekki síst fyrir kosningar í vor. Ekkert bólar hins vegar á framkvæmdum og hlýtur sá seinagangur að vekja furðu, enda er varla hægt að finna nokkurn málaflokk sem er jafn mikilvægur fyrir dreifbýlið. Það er einungis sanngjörn krafa og sjálfsagt mál að landsmenn allir sitji við sama borð hvað varðar aðgang að upplýsingasamfélaginu og reyndar segir í áætluninni að það sé forsenda byggðar í landinu. Það er ekki nóg að tala um háhraðatengingu, það eru framkvæmdirnar sem skipta máli.