Eitt tilboð í Bjarnarfjarðarbrú

Tilboð í brúna yfir Bjarnarfjarðará voru opnuð 12. september og nú viku síðar er búið að setja fréttir af því inn á vef Vegagerðarinnar. Aðeins eitt tilboð barst og var það nokkuð yfir kostnaðaráætlun. Var það frá Vestfirskum verktökum ehf á Ísafirði sem buðu rúmar 179,5 milljónir í verkefnið, en áætlaður verktakakostnaður var metinn 146,5 milljónir hjá Vegagerðinni. Brúin verður 50 m löng steypt eftirspennt bitabrú, 8 metra breið akbraut og hálfs metra breiðar bríkur sitt hvoru megin.