Dýralæknir á Hólmavík

Dýralæknirinn sem þjónað hefur Strandamönnum sem og öðrum Vestfirðingum meðan héraðsdýralæknirinn hefur verið í fæðingarorlofi mun hafa viðkomu á Hólmavík næstkomandi þriðjudag eða miðvikudag. Þá gefst fólki kostur á að mæta með sína þarfahunda og gæludýr til aðhlynningar og ormahreinsunar, en eins og kunnugt er þá ber hunda og kattaeigendum að láta ormahreinsa þann fénað árlega. Fyrir þá  sem þurfa að láta líta á búfé eða önnur dýr er nauðsynlegt að hafa samband við Margréti Guðnadóttir dýralækni  í síma  896-2055  til að ákveða stað og stund, og einnig til að hún geti áttað sig á tímanum sem þarf í verkefnið.